Anne Brontë

Rithöfundurinn og skáldkonan Anne Brontë fæddist árið 1820, yngst sex systkina. Hún bjó lengst af í foreldrahúsum í smábænum Haworth í Yorkshire á Englandi. Menntun sína hlaut hún í heimavistarskóla í Mirfield á árunum 1836-1837. Nítján ára gömul lauk hún námi sínu og starfaði þar á eftir við kennslu barna á tímabilinu 1839-1945. Eftir það sneri hún sér alfarið að ritstörfum. Árið 1846 kom út ljóðasafn systranna Charlotte, Emily og Anne, sem þær gáfu út undir höfundarnöfnunum Currer, Ellis og Acton Bell. Fyrri skáldsögu sína, Agnes Grey (1847), byggði Anne á reynslu sinni af kennslustörfum. Seinni skáldsaga hennar, The Tenant of Wildfell Hall (1848), er talin ein af fyrstu feminísku skáldsögum bókmenntanna. Báðar skáldsögurnar komu út undir karlkyns höfundarnafninu Acton Bell, eins og ljóðin fyrrum. Anne lést aðeins 29 ára að aldri af veikindum sem í dag eru talin hafa verið berklar. Hún er ekki jafn þekkt og systur hennar, Charlotte og Emily, og stafar það að hluta til af því að eftir að hún lést kom Charlotte í veg fyrir að The Tenant of Wildfell Hall yrði endurútgefin. Þó hafa skáldsögur hennar, eins og skáldsögur systranna, skipað sér sess á meðal sígildra verka enskra bókmennta.